Þetta tap er skandall.

Þessi úrslit í kvöld eru þau verstu  síðan 14-2 leikurinn í Köben í den það er pottþétt. Lichtenstein er ríki með um 30.000 íbúum rétt meira en t.d. Hafnarfjörður svo dæmi sé tekið og leikmenn liðsins eru úr neðri deildum evrópu sem fáir þekkja, en við þykjumst vera með leikmenn úr efstu deildum evrópu en þeir geta minna en ekkert þegar út í leikina er komið.

Legg til að Eyjólfur segi af sér strax á morgun og ksí ræðu þegar við t,d, Óla Jó fyrrum þjálfara FH, það mundi spara leiðindisem oft verða við uppsagnir, liðið sekkur dýpra og dýpra undir stjórn Jolla og hann hefur því miður ekkert sýnt að hann sé góður þjálfari, enda með enga reynslu af slíku þó hann hafi verið afburða leikmaður, það fer bara ekki alltaf saman. 

Þá má gagnrýna var landsliðsins, sumir eru með fasta áskrift án þess að sýna nokkuð og er ég t.d. þess fullviss að Stefán Logi sé mun betri markvörður en Árni Gautur sme átti að verja að minnsta kosti tvö markanna á móti lettum, hef ekki séð mörkin í kvöld ennþá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Árni Gautur hefur ekki staðið sig vel í síðustu leikjum,það má alveg fara að skoða hans stöðu,reyndar eins nokkrar aðrar stöður t.d. miðjuna hún er mjög slök finnst mér..

Heimir og Halldór Jónssynir, 17.10.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Skarfurinn

Er sammála þér eitthvað mikið þarf að laga og endurskoða, menn eiga ekki að eiga áskrift af liðinu sérstaklega ekki ef þeir eru varla í leikformi og bara varamenn í sínu félagsliði, nefni engin nöfn..

Skarfurinn, 17.10.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband