Hver tók ákvörðun um drápið ?

Samkvæmt fréttum í gær þá stangast þær svolítið á finnst mér, fyrst er sagt að lögreglan hafi fengið grænt ljós hjá umhverfisráðherra, en í dag er það borið til baka af fjölmiðlafulltrúa  ráðuneytis og sagt í Fréttablaðinu að lögreglan á staðnum hafi alfarið tekið þessa ákvörðun þ.e.a.s. Stefán Vagn yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, ef þetta er rétt þá er fréttaflutningur gærdagssins alrangur, og mörg ljót skot á Þórunni ráðherra eiga þá ekki rétt á sér, en ummæli hennar eru þó mjög kjánaleg í blaðinu í dag.

Þorri almennings og m.a. héraðsdýralæknirinn á Blönduósi er ósáttur við þessar aðfarir allar og kjánalegt að segja að engin deyfilyf séu til í landinu, það hefði t.d. mátt setja svefnlyf í kjötskrokk og veiða dýrið þannig, ef dýrinu hefði verið bjargað hefði það vakið heimsathygli og hefði verið kærkomið fyrir okkur íslendinga sem erum orðnir nokkuð óvinsælir vegna hvalveiðanna, þarna hefðum við fengið stóran plús í kladdann, en ónausynlegt  drápið kemur í veg fyrir það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband