Íslenskur læknir í Svíþjóð Aðalsteinn Arnarson hefur hafið póstverslun á lyfjum til landsins, þarna er um mjög mikinn sparnað fyrir neytendur að ræða eftir því sem ég sá strax og því tilraunin mjög ánægjuleg og góður kostur fyrir þá sem þurfa að taka lyf að staðaldri.
En hvað skeður síðan, eftir að sjálfur landlæknir lýsti yfir því að honum litist mjög vel á þetta þá kemur opinbera stofnunin Lyfjastofnun fram með andmæli og aðfinnslur og reynir að stoppa þetta þarfa framtak, jafnvel þó forstjóri stofnunarinnar hefði líst því yfir í blöðum að væri innfluttningur alfarið á kennitölu viðtakanda þá væri ekkert athugavert við þetta, ekki veit ég hvað breyttist því Lyfjastofnun hyggst nú stöðva innflutninginn.
Er það virkilega svo að Lyfjastofnun ætli sér að verða óvinur neytenda hérlendis og standa með þeim aðilum sem í skjóli einokunnar okra svo á lyfjum til almennings að útlendingar hlægja þegar þeir sjá verðið ? svo er það kapítuli útaf fyrir sig að Apótekin Lyfja og Lyf og heilsa eiga orðið markaðinn hér og því ekki hægt að tala um nokkra samkeppni, einnig veit maður að lyf frá t.d. Actavis framleidd hér eru seld helmingi lægra verði t.d. í Kaupmannahöfn sem er óskiljanlegt.
Nú er lag fyrir nýjan heilbrigðisráðherra Guðlaug Þór að sýna nú úr hverju hann er gerður og gera þá undanþágu ef lögin um póstverslun lyfja banna hana í dag.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ekki að taka mig til fyrirmyndar og blogga meira? Er annars sammála þér um lyfjamálin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 16:47
Jú það væri gaman, en er ennþá að reyna að læra á þetta system, er algjör nýgræðingur, hins vegar er ég svolítið í því að gera athugasemdir við pistla annarra og er það skemmtilegt. En takk fyrir að spyrja.
Skarfurinn, 18.7.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.