Mun Morgunblaðið biðjast afsökunar ?

Mér finnst ansi illa komið fyrir gamla góða Mogganum sem var eitt sinn blað allra landsmanna og blað sem maður gat treyst nokkuð vel jafnvel og þrátt fyrir íhaldskrumluna og tengslin við Sjálfstæðisflokkinn.

Eftir stöðugar árásir blaðsins á Dag Eggertsson fyrrum borgarstjóra í sambandi við stólaskiptin og fleira þar sem hamrað var á því að Dagur hefði m.a. verið sá aðili sem hefði farið fram á að Ólafur F. framvísaði læknisvottorði eftir erfið veikindi sín er nú hið sanna komið í ljós.

Það var fyrrum skrifstofustjóri borgarinnar sem krafði Ólaf um læknisvottorð að sögn samkvæmt venju eftir þetta langa fjarveru, þetta hefði Morgunblaðið átt að kanna betur áður en þeir réðust að fyrrum borgarstjóra. En nú er spennandi að sjá hvort Morgunblaðið mun draga í land og biðja Dag afsökunar á frumhlaupi sínu, nú ef ekki þá glatar blaðið trúverðugleika sínum og kannski enn fleiri áskrifendum ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Furðufuglinn

Mogginn er íhaldsblað og þetta er örugglega pólitísk ádeila á Dag. Mér finnst líklegt að Morgunblaðið reyni bara að þagga þetta niður.

Furðufuglinn, 3.2.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband